*

Þóra Arnórsdóttir

Þóra Arnórsdóttir

Farsími og Signal: 869-7838

[email protected]

Þóra Arnórsdóttir er ritstjóri Kveiks. Hún var áður ritstjóri Kastljóss en starfaði fyrir það sem frétta- og dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi um árabil, bæði hjá RÚV og Stöð 2. Hún hefur einnig gert heimildarþáttaraðir sem sýndar hafa verið á RÚV, s.s. Hrunið, Brautryðjendur og Inndjúpið, sem allar voru tilnefndar til Edduverðlauna - auk þess sem hún stjórnaði spurningaþáttunum vinsælu, Útsvari í áratug með Sigmari Guðmundssyni. Hún hefur fjórum sinnum verið tilnefnd sem sjónvarpsmaður ársins og tvisvar til Blaðamannaverðlauna Íslands. Í Kveik hefur Þóra meðal annars fjallað um barnaverndarmál, loftslagsmál, menntamál og heilbrigðismál.

Hægt er að senda Þóru ábendingar á dulkóðaðan hátt í gegnum Signal-appið sem er hægt að sækja ókeypis fyrir Android-síma og iPhone.