22:05
Konsert
Íslendingar á Eurosonic
Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Í konsert vikunnar ætlum við að skoða Eurosonic Festival sem fer fram í vikunni í Groningen í Hollandi ? en þar spila í ár frá Íslandi Árný Margrét og Eydís Evensen.

Það hafa fjölmargar íslenskar hljómsveitir spilað á Eurosonic í gegnum tíðina og flestar voru þær árið 2015 þegar Ísland var í fókus á hátíðinni.

Það voru 19 íslenskar hljómsveitir sem spiluðu á hátíðinni og við heyrum í hluta þeirra hér í kvöld. En þeir sem við heyrum í í kvöld eru:

Mammút

Kaleo

Ylja

Pétur Ben

Ólöf Arnalds

Warmland

Hjálmar

Var aðgengilegt til 19. janúar 2024.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,