13:00
Samfélagið
Loftslagsviðhorf, öryggi ferðamanna, vegir í hláku og Stefán Gíslason
Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Síðar í dag verða í Veröld kynntar niðurstöður könnunar þar sem borin voru saman viðhorf Íslendinga til umhverfismála og loftslagsbreytinga með 10 ára millibili. Og það kemur á daginn að viðhorfin í samfélaginu breyttust talsvert milli áranna 2010 og 2020. Sigrún Ólafsdóttir prófessor og Sóllilja Bjarnadóttir, doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands ætla að fara yfir niðurstöðurnar.

Félag fjalaleiðsögumanna hyggst setja af stað herferð um mikilvægi menntunar fjallaleiðsögumanna. Þetta kom fram á málþingi Félags

fjallaleiðsögumanna og Ferðamálastofu um öryggi ferðamanna í gær. Við heyrum í Garðari Hrafni Sigurjónssyni varaformanni Félags Fjallaleiðsögumanna.

Búast má við miklum vatnavöxtum og asahláku næsta sólarhringinn vegna veðrabrigðanna sem eru í vændum. Ýmsar aðgerðir eru í gangi hjá Vegagerðinni vegna þessa. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar hjá vegagerðinni verður á línunni.

Við fáum svo í lok þáttar pistil frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,