12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 19. janúar 2023
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Ráðherrar Vinstri grænna settu fyrirvara við ákvörðun dómsmálaráðherra um að veita lögreglu heimild til að nota rafbyssur. Forsætisráðherra segir að heppilegra hefði verið að ræða málið fyrst á Alþingi.

Gul veðurviðvörun tekur gildi á landinu öllu á morgun vegna asahláku og suðaustanhvassviðris víða. Búist er við vatnavöxtum og talsverður viðbúnaður er vegna þeirra, ekki síst á Suðurlandi.

Aðalmeðferð hófst í héraðsdómi í morgun í langstærsta kókaínmáli Íslandssögunnar.

Sendi vestræn ríki langdræg vopn til Úkraínu þýðir það stigmögnun átakanna þar, segja rússnesk stjórnvöld. Viðvörunin kemur daginn fyrir stóra ráðstefnu um hernaðaraðstoð í Þýskalandi.

Formaður SÁÁ fagnar því að þrjár opinberar stofnanir hafi hætt rannsókn á meintum brotum og misferli samtakanna og segir málið hafa haft mikil áhrif á starfsemina.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands tilkynnti í morgun um afsögn sína. Hún kveðst ekki hafa nóg á tankinum til að halda áfram.

Talið er að þúsundir mótmælenda séu á leið til höfuðborgar Perú til að mótmæla. Fólkið krefst afsagnar forsetans, sem nýlega tók við völdum.

Mikilvægur leikur gegn Evrópumeisturum Svía bíður strákanna okkar á HM í handbolta annað kvöld. Íslenska liðið þarf helst sigur til að teygja sig í 8 liða úrslit.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,