12:42
Þetta helst
Djúpvitra gervigreindarofurmennið
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Gervigreindin Chat GPT er að slá í gegn. Fyrirsagnir á borð við Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? og Gervigreind þvingar íslenska skóla til endurskoðunar hafa ratað á forsíður fréttamiðlanna og samfélagsmiðlar eru stútfullir af efni sem spjallmennið gerði.

En hvað er Chat GPT? Í stuttu máli er það háþróað tungumálalíkan sem notar djúpnám til að búa til mannlegan texta. Sveigjanleiki þess og mikil nákvæmni hefur gert það að mikilvægu tæki fyrir fyrirtæki til að bæta þjónustu við viðskiptavini sína og sjálfvirknivæða efnissköpunarferli þeirra. Snorri Rafn Hallsson fjallar um gervigreindina sem gæti ógnað störfum okkar margra í náinni framtíð.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,