06:50
Morgunvaktin
Heimsglugginn, byggðamál og þjóðsöngurinn
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann að vanda. Hann ræddi óvænta afsögn nýsjálenska forsætisráðherrans Jacindu Ardern sem og málefni Úkraínu. Einnig ræddi hann deiluna milli ensku og skosku stjórnanna um lög um kynrætt sjálfræði auk þess sem gríðarlegt peningatap Elon Musk og mögulegir bókatitlar æviminninga Boris Johnson komu við sögu.

Við fjölluðum um byggðamál. Í byrjun janúar var undirritaður samningur um stofnun nýs rannsóknarseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum. Umsjón með setrinu hefur Háskólinn á Bifröst. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans, var á línunni hjá okkur og sagði betur frá þessum áformum auk þess að spjalla almennt um lífið og tilveruna á Bifröst.

Í lok þáttar var þjóðsöngur Íslendinga til umræðu. Þjóðsöngurinn heyrist oft þessa dagana enda fer nú fram stórmót í handbolta. En mörgum þykir útgáfa þjóðsöngsins sem leikin er fyrir leikina heldur hröð. Tónskáldið Gunnsteinn Ólafsson vakti máls á þessu á Facebókarsíðu sinni þar sem hann segir þjóðsönginn afskræmdan og brotinn sé sæmdarréttur höfundar. Gunnsteinn kom til okkar og sagði okkur nánar frá þessu. Auk þess voru leikin nokkur hljóðbrot úr þjóðsöngvum annarra þjóða.

Umsjónarmenn: Björn Þór Sigbjörnsson og Gígja Hólmgeirsdóttir

Tónlist:

A Thing Called Love - Johnny Cash

Sprettur - Eiríkur Hreinn Helgason

Stingum af - Mugison

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,