16:05
Síðdegisútvarpið
13.desember
Síðdegisútvarpið

Fimmta þáttaröðin af þáttunum Leitin að upprunanum var að klárast í sýningu á Stöð 2. Óhætt er að segja að þættirnir hafi vakið mikil viðbrögð og kallað fram ótrúlegustu tilfinningar hjá þeim sem hafa horft. Í nýjustu þáttaröðinni er fjallað um leit Ásu Nishanthi Magnúsdóttur að blóðmóður sinni en leitin hefur leitt til ótrúlegrar vendingar því konan sem Ása hélt að væri móðir sín samkvæmt mynd sem hún átti er í raun móðir Hörpu Sifjar Ingadóttur sem er fædd sama ár og Ása og einnig ættleidd frá Sri Lanka. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir umsjónarmaður þáttanna kemur til okkar á eftir ásamt Ásu og Ívari Hlyni Ingasyni bróður Hörpu.

Vefsíðan sterkari út í lífið leit dagsins ljós fyrir nokkru síðan en markmiðið með síðunni er er að auka aðgengi foreldra að efni sem hægt er að nota heima við og styrkir sjálfsmynd. Þessu efni er ætlað að auðvelda samtöl um ýmislegt sem snertir styrkingu sjálfsmyndar barna og unglinga. Nú hefur bæst við app til að hlaða í símann og við fáum að vita meira um þetta allt saman hjá þeim Önnu Dóru Frostadóttur sálfræðingi og Þórdísi Rúnarsdóttur sálfræðingur.

Á eftir verður farin ganga á Úlfarsfellið sem hefur yfirskriftina Útiljós á Úlfarsfelli. Gangan er góðgerðarganga til styrktar byggingu nýs Kvennaathvarfs en að göngunni standa Útilíf, Kvennaathvarfið og Útihreyfingin.

Helga María Heiðarsdóttir framkvæmdarstjóri Útihreyfingarinnar verður á línunni og segir okkur betur frá þessu.

Þetta byrjaði með því að einn fékk hugmynd á sunnudagsmorgni og kastaði á annan sem greip og skutlaði á þrjá sem voru strax tilíetta og þess vegna er ég búin að heimsækja fjórtán leikskóla í Garðabæ á mánudegi og færa þeim Obbuló í Kósímó; Duddur og Snyrtistofu. Við Halldór og Bjartur&Veröld gefum hundrað leikskólum fyrstu tvær bækurnar um Obbuló í jólagjöf. Það eru áttatíu og sex skólar eftir og við erum á leiðinni! Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson koma í þáttinn

Á þriðjudögum setjum við okkur í samband við RÚV á Akureyri en þá flytur Gígja Hólmgeirsdóttir okkur fréttir að norðan, við heyrum í Gígju að loknum fimm fréttum í dag.

Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um flug til Vestamannaeyja þrisvar í viku en Ernir hafði áður sinnt áætlunarflugi til Vestmannaeyja frá 2010 til september 2020 þegar því var hætt vegna minni eftirspurnar. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja er á línunni.

Var aðgengilegt til 13. desember 2023.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,