06:50
Morgunvaktin
Vopnahlé á vinnumarkaði
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Er Reykjavíkurborg á hausnum og reksturinn í molum eða er staðan eðlileg í ljósi aðstæðna og vel haldið um mál? Við veltum því fyrir okkur með Þórði Snæ Júlíussyni ritstjóra Kjarnans þegar við lögðumst yfir nýsamþykkta fjárhagsáætlun höfuðborgarinnar. Við töluðum líka um kjarasamninginn sem undirritaður var í gær, leigufélagið Ölmu og húsaleiguna og auðsöfnun efnaðasta fólksins í samfélaginu.

Við starfslok verður iðulega einhver stærsta breytingin á lífi fólks. Þá hefst þriðja æviskeiðið, sem á að vera besta æviskeiðið að mati Guðfinnu Bjarnadóttur. Hún ásamt fleirum hefur sett á fót námskeið til að undirbúa fólk sem best fyrir þetta tímabil í lífinu. Við forvitnuðumst um það.

Arthúr Björgvin Bollason var líka með okkur í dag og fór meðal annars yfir hið svokallaða valdaránsmál í Þýskalandi, þar sem þrjú þúsund lögreglumenn tóku þátt í stærstu lögregluaðgerð frá stríðslokum.

Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Ó þú - GDRN og Magnús Jóhann

Just the way you are - Diana Krall

Küssen kann man nicht alleine - Max Raabe

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,