16:05
Víðsjá
Guðmundur Thoroddsen, Þráinn Hjálmarsson, Hildigunnur Birgisdóttir
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Guðmundur Thoroddsen myndlistarmaður segist vera á ákveðnum krossgötum á sínum ferli, og að verkin sem hangi uppi um þessar mundir í Hverfisgalleríi beri þess vitni. Í nýju verkunum sjáum við enn glitta í litapallettu úr fyrri verkum, en Guðmundur hefur sagt skilið við tákn og myndmál sem vísa út fyrir sjálft verkið. Þess í stað tala litir, áferð, form og andrúmsloft sínu máli. Kannski, kannski er hans þriðja einkasýning í Hverfisgalleríi, en hann var tilnefndur til Íslensku Myndlistarverðlaunanna 2019 fyrir sína aðra sýningu þar. Við heyrum í Guðmundi í þætti dagsins.

Og við leiðum hugann að vettvangi sígildrar og samtímatónlistar með Þráni Hjálmarssyni. Þráinn fjallar í pistli dagsins um hlutverk sýningarstjóra, listrænna stjórnenda og stofnana þegar kemur að efnisvali og miðlun á tónlist.

Okkur bárust þær fréttir í síðustu viku að Hildigunnur BIrgisdóttir verður fulltrúi Íslands á næsta Feneyjartvíæringi, sumarið 2024. Af því tilefni rifjum við upp samtal við Hildigunni frá því í febrúar síðastliðnum, þegar hún hélt sína aðra einkasýningu í gallerí i8. Á sýningunni sem hún kallaði Frið, velti listakonan fyrir sér ekki minni hugtökum en fegurð og sannleika, en einnig því sem henni er oft svo hugleikið: hversdagsleikanum og hinu alltumlykjandi neyslusamfélagi.

Umsjón: Halla Harðardóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,