20:30
Samfélagið
Reynsla af sorpflokkun, snjór og skíði, hvað þýðir að nenna?
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Sorp er samfélagslegt mál. Hvert eitt og einasta okkar hendir einhverju daglega, og samkvæmt lögum og reglum sem taka gildi um áramótin eigum við að bæta flokkunina, sérstaklega þegar kemur að lífrænum úrgangi. Fyrir sum sveitarfélög, eins og þau á höfuðborgarsvæðinu, er þetta mikið stökk - en önnur eru komin lengra og við ætlum forvitnast um hvernig þetta hefur gengið hjá Ísafjarðarbæ. Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður umhverfisnefndar Ísafjarðabæjar.

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opnað á föstudaginn. Og það þrátt fyrir að lítið hafi snjóað. Við forvitnumst um snjóframleiðslu og undirbúning opnunar Hlíðarfjalls á eftir og spjöllum við Brynjar Helga Ásgeirsson forstöðumann skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.

Svo er málfarsspjall. Ef við nennum. Hvað þýðir það að nenna? Er það að vera latur og áhugalaus? Og hvaða leiðindi eru þetta þá í jólalaginu kunna Ef ég nenni sem Helgi Björns syngur. Eða er kannski eitthvað meira við þetta orð? Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur fer yfir það með okkur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,