12:42
Þetta helst
Valdaránsdraumórar og samsæriskenningar Reichsbürger hreyfingarinnar
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Þýska lögreglan og öryggissveitir réðust nú á miðvikudagsmorgninum 7. desember í eina umfangsmestu aðgerð í sögu Sambandslýðveldisins. Um 3.000 manns tóku þátt í 130 samstilltum rassíum um landið allt, og sumum utan landsteinanna, sem beindust gegn hópi fólks sem grunað er um að hafa skipulagt valdaránstilraun og árás á þýska þingið, Reichstag. 22 meðlimir hópsins og þrír stuðningsmenn voru handteknir í aðgerðunum og á meðal þeirra voru prins, dómari og fyrrum þingmaður öfgahægripopúlistaflokksins Alternative für Deutschland, og fyrrverandi herstjóri í fallhlífasveit þýska hersins. Rannsóknin á hópnum sem staðið hafði yfir um þó nokkuð skeið leiddi í ljós að hópurinn varð til í kringum valdaránsdraumóra og samsæriskenningar. Einnig hafði hann tengingu við Reichsbürger hreyfinguna sem hafnar réttmæti Sambandslýðveldisins og vill endurvekja hið þýska Reich sem leið undir lok þegar Nasistar biðu lægri hlut í heimsstyrjöldinni síðari. Snorri Rafn Hallsson fjallar um hindraða valdaránstilraun Reichsbürger og öfgahægrið í Þýskalandi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,