18:00
Spegillinn
Einsleitar samninganefndir, hneyksli Evrópuþingsins og fordómar
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Kona sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið ákærð fyrir að bana sjúklingi með því að neyða ofan í hann mat.

Neytendasamtökin vara við frumvarpi matvælaráðherra um tímabundna hagræðingu í sláturiðnaði og segja það aðför að neytendum. Hagsmunasamtök bænda styðja frumvarpið og vilja sum ganga lengra.

Kuldatíð gæti orðið til þess að loka þurfi sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar er búið að loka fimm laugum á Suðurlandi.

Óvenju mörg covid-smit hafa greinst á sjúkrahúsinu á Akureyri að undanförnu. Heimsóknir hafa verið takmarkaðar og grímuskylda starfsfólks tekin upp á ný.

Konur voru nær ósýnilegar við undirritun samninga í gær segir formaður BSRB - og telur það óásættanlegt. Tryggja verði að slíkt gerist ekki aftur og fyrsta skrefið gæti verið að setja kynjakvóta í samninganefndir.

Lögregla í Belgíu hefur lagt hald á eina og hálfa milljón evra við rannsókn á mútumáli sem skekur Evrópuþingið. Þingkona og þrír til viðbótar eru í haldi vegna málsins.

-----

Einsleitni samninganefnda í nýafstöðnum samningum stingur Sonju Ýr Þorbergsdóttur formann BSRB í augu. Samningar á opinbera markaðnum eru lausir í vor og hún segir ekki stefnt að skammtímasamningi. Gildistími samninga sem undirritaðir voru í gær er rúmt ár, samið um tæplega 7% hækkun verðbólgan er nú meira en 9%. Sonja fagnar því að samningar hafi náðst en hefur áhyggjur af því að kaupmáttur sé ekki tryggður. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sonju Ýr.

Evrópuþingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í dag að svipta grísku þingkonuna Evu Kaili embætti varaforseta þingsins. Hún er grunuð um að hafa þegið háar fjárhæðir í mútur frá stjórnvöldum í Katar. Forseti Evrópuþingsins svipti Kaili embættinu til bráðabirgða, en þingið þurfti að staðfesta þá ákvörðun. Ásgeir Tómasson fjallar um málið.

Enn eimir af fordómum í harð fólks með geðrænan vanda. Á síðustu árum hafa fordómar í garð fólks með þunglyndi minnkað, en minna hefur dregið úr fordómum í garð fólks með geðklofa. Um fjórir af hverjum tíu segjast mótfallnir því að manneskja með geðklofaeinkenni gegni opinberu embætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn Sigrúnar Ólafsdóttur prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands sem hún vann ásamt Geðhjálp.

Árið 2006 var gerð sambærileg könnun um viðhorf og fordóma í garð fólks með einkenni þunglyndis og geðklofa. Ný könnun var lögð fyrir í ár til að meta hvað hefur breyst. Bjarni Rúnarsson ræddi við Sigrúnu.

Umsjón: Bjarni Rúnarsson.

Tæknimaður: Kormákur Marðarson.

Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingima

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,