17:03
Lestin
Angelo Badalamenti, Gervigreindarlist
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Í gær bárust fréttir af andláti tónskáldsins Angelo Badalamenti sem átti afar langan og farsælan feril að baki. Við förum yfir feril hans og ræðum við tónlistarmanninn Úlf Eldjárn, sem er með hljómborðið með í för, og útskýrir hvers vegna Twin Peaks tónlistin, þemalag Lauru Palmer, er svona drungalegt.

Við rifjum upp viðtal sem Kristján Guðjónsson tók í janúar fyrr á þessu ári ræðir við tölvunarfræðinginn Hafstein Einarsson, um gervigreindarlist, en nú hefur nánast önnur hver manneskja á samfélagsmiðlum sótt sér forritið Lensa AI og látið gervigreind teikna af sér andlitsmyndir í fantasíu-stíl.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,