22:05
Rokkland
Guðmundur Jónsson í 60 ár.
Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Lagasmiðurinn og gítarleikarinn, - tónlistarmaðurinn Guðmundur Jónsson varð 60 ára á árinu. Hann hélt upp á það með tónleikum í Háskólabíói, 22 október sl. og flutti með aðstoð góðs fólks mörg af sínum þekktustu lögum sem eru orðin mörg.

Þekktust eru auðvitað lögin sem hann samdi fyrir hljómsveitina sína stóru ? Sálina Hans Jóns Míns, sem hann var prímusmótur í í 30 ár.

Plötur Sálarinnar eru í það minnsta 12, en í raun soldið fleiri vegna þess að Sálin gerði eina plötu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, aðra með Gospelkór Reykjavíkur, og eina með Stórsveit Reykjavíkur.

Sálin sem kom fram sem leyninúmer á afmælistónleikum Gumma á dögunum gerði alveg helling á löngum tíma - annað en að skemmta Íslendingum á þessum einstöku Sálar-böllum sem svo margir hafa upplifað í gegnum tíðina og voru í raun bara miðnætur-tónleikar þar sem fólk stóð yfirleitt, dansaði og söng með, og öll músíkin eftir strákana í hljómsveitinni.

En Guðmundur Jónsson hefur gert margt annað en að spila með Sálinni og semja fyrir hana. Hann er í dag í tveggja manna blús-rokk-hljómsveitinni G.G. Blús, og rokkhljómsveitinni Nykur. Svo er hann líka að búa til jólamúsík og þar syngja þeir stór sjón-og tónleikarar (eins og þeir segja í Færeyjum), Jóhann Sigurðarson og Þór Breiðfjörð. Það er kallað Jóladraumur. Guðmundur Jónsson er gestur Rokklands í dag.

Var aðgengilegt til 13. desember 2023.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
e
Endurflutt.
,