06:50
Morgunútvarpið
3. mars - Jón Björgvinsson, Rauði Krossinn, Heimsglugginn og Gullskip
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Rúnar Róbertsson.

Samkeyrður þáttur á Rás 1 og Rás 2.

Jón Björgvinsson, fréttaritari RÚV, hefur verið í Úkraínu undanfarna daga. Í gær ræddi hann við óbreytta borgara við landamæri landsins sem voru ekki að flýja til vesturs heldur að halda gegn straumnum til austurs til að berjast í Úkraínu. Við ræddum við Jón um stöðuna í landinu og almennt um störf hans en hann hefur farið víða á undanförnum árum.

Þau sem stunda útivist hafa sum hver séð áhrif loftslagsbreytinga með eigin augum. Til dæmis hörfandi jökla og aðrar breytingar á náttúru og veðurfari sem greina má betur með hverju árinu sem líður. Ferðafélag Íslands og Stofnun Sæmundar Fróða við Háskóla Íslands standa í kvöld fyrir viðburði fyrir fólk sem hefur áhuga á fjallamennsku en vill tryggja það að það gæti að umhverfisvernd. Til okkar komu Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður stofnunar Sæmundar Fróða og Matthildur Óskarsdóttir sem hefur titilinn Loftslagsleiðtogi.

Fréttir berast nú af óbreyttum borgurum sem falla í innrás Rússa í Úkraínu, að sprengjur falli á skóla og að innviðir á borð við rafmagnslínur, vatnsleiðslur og vegir séu eyðilagðir. Við ræddum við Brynhildi Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða krossins á Íslandi, um lög sem gilda í stríði og starf samtakanna í átökum sem þessu.

Upp úr klukkan átta kom Bogi Ágústsson til okkar, en hann ræðir um heimsmálin í Morgunvaktinni á hverjum fimmtudegi - og á því er engin undantekning í dag.

13. mars næstkomandi frumsýnir RÚV nýja íslenska heimildamynd um leitarverkefni sem er í gangi þar sem markmiðið er að staðsetja hið nánast goðsagnakennda kaupskip, Het Wapen Van Amsterdam sem fórst árið 1667 á Skeiðarársandi. Til okkar komu Jón Ársæll Þórðarson sjónvarpsmaður og Gísli Gíslason.

Tónlist:

Júníus Meyvant - Ástarsæla

Hrekkjusvín - Ævintýri

John Lennon - Give Peace a Chance

Neil Young - Harvest Moon

Etta James - At last

Var aðgengilegt til 03. mars 2023.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,