18:00
Spegillinn
Móttaka flóttamanna frá Úkraínu og búgreinaþing
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Erindrekar Rússa og Úkraínumanna ræða um frið öðru sinni frá upphafi innrásar, á meðan sprengjuárásir Rússa halda áfram.

Stefán Vagn Stefánsson. formaður flóttamannanefndar segir ljóst að fleiri sveitarfélög þurfi að taka á móti fólki frá Úkraínu. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir talaði við hann.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að stríðsreksturinn muni marka líf fólks í Evrópu um langa hríð. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við hana.

Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Grundartanga segir líklegt að hrávöruskortur, vegna innrásarinnar í Úkraínu, fari fljótlega að hafa áhrif á verksmiðjuframleiðslu víða um heim. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir talaði við hana.

Húsið sem brann í Auðbrekku í Kópavogi í nótt er ekki samþykkt sem íbúðarhús,

Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir óboðlegt að börnum sé mismunað eftir efnahag foreldra og leggur til gjaldfrjálsar tannréttingar fyrir börn. Gísli Rafn Ólafsson (P) tók í sama streng sem og Þórunn Sveinbjarnardóttir (S). Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman af Alþingi.

99 prósent landsmanna fordæma innrás Rússa í Úkraínu samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi en eitt prósent styður hernaðaraðgerðir Rússa. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá.

--------------

Við þurfum að vera undir það búin að flóttamönnum frá Úkraínu fjölgi mikið og hratt segir Nína Helgadóttir, teymisstjóri flóttafólks hjá Rauða krossi Íslands en nú er helst þörf á fé til að senda út svo hægt sé að aðstoða fólk þar sem það er í nauðum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana.

Fyrsta búgreinaþing Bændasamtakanna er nú haldið í Reykjavík Búgreinafélögin, eins og Félög nautgripabænda, sauðfjárbænda, garðyrkjubænda voru sameinuð síðastliðið sumar og eru nú deildir innan Bændasamtakanna. Kristján Sigurjónsson ræðir við Gunnar Þorgeirsson garðyrkjubónda og formann Bændasamtakanna.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar tæknihluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,