22:05
Konsert
Mark Lanegan í Fríkirkjunni 2013 og Kristin Hersh í Genf 2019
Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Í Konsert í kvöld Heyrum við í seinni hlutanum í Kristin Hersh á Entingel Festival í Genf 7. febrúar 2019, en fyrst förum við í Fríkirkjuna hérna í Reykjavík og hlustum á Mark Lanegan fyrrum söngvara bandarísku grugg-rokksveitarinnar Screaming Trees. Lanegan lést núna 22. febrúar sl. Hann var 57 ára gamall. Tónleikarnir úr Fríkirkjunni eru úr tónleikasafni Rásar 2.

Var aðgengilegt til 03. mars 2023.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,