15:03
Flakk
03032022 - Flakk - Um húsnæðismarkaðinn
Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Það er fátt sem meira er talað um þessa dagana en húsnæðismarkaðurinn og hækkun íbúðaverðs, verðbólgu og hækkun vaxta. Stundum finnst manni að það sé lögmál hér á landi og sveiflur séu svona miklar. Markaðurinn hér er tölvert öðruvísi en í nágrannalöndunum og nú sitja menn og ráða ráðum sínum hvernig eigi að bregðast við. Forsætisráðherra hefur stofnað starfshóp, nokkuð stóran eða 11 manns, fólk héðan og þaðan úr samfélaginu. Við tölum um verðbólgu, vexti og húsnæðismarkaðinn í þætti dagsins, ræðum við Unu Jónsdóttur hagfræðing hjá Landsbankanum, Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðing í fjármálum og Bjarna Þór Sigurðsson sem situr í ofangreindri nefnd fyrir hönd ASÍ.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,