14:03
Á tónsviðinu
Fiskar í tónlist
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Í þessum þætti verður flutt tónlist sem tengist fiskum. Þar á meðal er hið fræga sönglag „Silungurinn“ eftir Franz Schubert, píanóverkið „Draumlyndi fiskurinn“ eftir Erik Satie og sönglagið „Fiskapredikun Antóníusar frá Padúa“ eftir Gustav Mahler. Einnig verða flutt þrjú lög við þjóðkvæðið „Fagur fiskur í sjó“, lög eftir Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson og Hafliða Hallgrímsson. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Var aðgengilegt til 01. júní 2022.
Lengd: 50 mín.
,