21:00
Mannlegi þátturinn
Böðvar Ingi pípulagningameistari sérfræðingur vikunnar
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Sérfræðingurinn vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður Félags pípulagningameistara. Við fjölluðum með sérfræðingum síðustu viku um viðhald og framkvæmdir almennt, en nú beinum við sjónum að pípulögnum. Í fyrri hluta þáttar sagði Böðvar okkur frá félaginu og starfi þess. Hvað ber að varast í þessum efnum og hver eru helstu málefni félagsins en það leggur til dæmis áherslu á að neytendur kanni hvort píparinn sé með réttindi, tryggður gagnvart tjóni og að gerður sé verksamningur þar sem kemur skýrt fram hvað framkvæmdin muni kosta, hvað sé innifalið og þess háttar. Að neytendur verði að passa upp á sín réttindi því það er alltof mikið um svikahrappa inn á byggingamarkaðnum.

Í seinni hlutanum svaraði Böðvar Ingi svo spurningum sem hlustendur sendu inn til okkar í pósthólf þáttarins [email protected].

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,