16:05
Síðdegisútvarpið
3.mars
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og félag stjórnmálafræðinga stóðu í gær fyrir opnum fundi um innrás Rússlands í Úkraínu og þær afleiðinar sem innrásin hefur fyrir öryggi Evrópu.

Rósa Magnúsdóttir prófessor í sagnfræði er ein þeirra sem sat í pallborði. Við ætlum að biðja hana að fara yfir samskipti Rússa og Úkraínumanna í sögulegu samhengi.

Í dag er alþjóðlegur dagur heyrnar Sigríður Matthildur Aradóttir skrifaði pistil á feisbúkk síðu sína fyrr í dag þar sem hún segir frá glímu sinni við heyrnarleysi. Sigríður kemur til okkar og gefur okkur innsýn í líf sitt.

Á laugardaginn stendur Varðberg sem eru samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál fyrir NATÓ skóla sem haldinn verður í Háskólanum í Reykjavík. Magnús Örn Gunnarsson situr í stjórn Varðbergs og hann veit allt um þetta mál.

Það dynja á okkur fréttir, viðtöl og myndbönd af átökunum í Úkraínu í öllum miðlum. Í stríði halda stríðandi öfl hvor sínum málstað á lofti. Upplýsingaóreiðan er töluverð og oft erfitt fyrir almenning að fá raunsanna mynd á því sem er að gerast. Hvernig eiga fjölmiðlar í lýðræðisríkjum að bera sig að í baráttu gegn upplýsingaóreiðu til að geta flutt óháðar fréttir en á sama tíma þurft að virða tjáningar- og skoðanafrelsi. Hallgrímur Indriðason fréttamaður og fyrrum starfsmaður NATO í Litháen kemur til okkar.

Gunni og Felix eru staddir á sunnanverðum Vestfjörðum að tala við grunnskólabörn um að list sé fyrir alla.

Var aðgengilegt til 03. mars 2023.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,