Tengivagninn

Upprásin, Hin íslenska litabók, Ebba Katrín og Nína Dögg

Við hefjum þennan lokþátt Tengivagnsins í grasrót tónlistarinnar sem verður hampað á tónleikaröðinni Upprás sem fram fer í Hörpu í vetur. Róshildur, Flaaryr og virgin orchestra hleypa tónleikaröðinni af stað 5. september en við tókum skipuleggjendur hátíðarinnar, þær Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur og Ásu Dýradóttur tali.

Hin íslenska litabók er nýjasta verk myndlistarkonunnar Sísí Ingólfsdóttur þar sem hún teiknar Ísland og Íslendinga frá spaugilegum sjónarhornum. Upprunalegu myndirnar eru til sýnis í bókabúðinni Sölku og við lítum þangað inn í þætti dagsins.

Í síðari hlutanum ræðir leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir ræðir við fyrirmynd sína Nínu Dögg Filippusdóttur um leiklistina, leikhúsið, traustið og ferlið.

Frumflutt

31. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Úrval úr Tengivagni vikunnar.

Þættir

,