Tengivagninn

Ideoscapes, IceDocs, skáldskaparkröfur og íslenskar költmyndir

Í þætti dagsins hittum við þýsku listakonuna Karin Sanders í Gallerí i8 þar sem sýning hennar Ideoscapes stendur yfir. Karin er sennilega nafntoguðust fyrir hugmynd sína um pálmatré í Vogabyggð en á Ideoscapes skoða nákvæmar eftirmyndir af 12 íslenskum fjöllum.

Alþjóðlega heimildarmyndahátíðin IceDocs hefst á Akranesi annað kvöld og stendur fram á sunnudag. Yfir 30 myndir verða sýndar en Ingibjörg Halldórsdóttir, einn af stofnendum hátíðarinnar fer yfir dagskránna.

Karl Ólafur Hallbjörnsson flytur pistil um kröfur lesenda og höfunda skáldskapar til hvers annars og veltir fyrir sér í því samhengi bandaríska rithöfundinum Gene Wolfe, sem þekktur er fyrir krefjandi vísindaskáldskap.

Í síðari hluta þáttar koma þær Sigríður Regína Sigurþórsdóttir og Harpa Hjartardóttir í Tengivagninn og velta fyrir sér íslenskum költmyndum.

Frumflutt

18. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Úrval úr Tengivagni vikunnar.

Þættir

,