Tengivagninn

SUND, óskhyggja kántrísins og Plötumarkaður Óla

SUND er glænýtt íslenskt leikverk sem frumsýnt verður annað kvöld, en það er leikhópurinn Blautir búkar sem setur verkið upp á fjölum Tjarnarbíós. Leikmyndin og ein aðalpersónan, sjálf sundlaugin, er í höndum Krassasig en í henni munu leikarar og dansarar bregða sér í hlutverk sundgesta sem upplifa laugina allir á sinn hátt. Birnir Jón Sigurðsson leikstjóri og einn höfunda verksins leit við hjá okkur en hann segir sundmenningu okkar Íslendinga vera hversdagslega, heilaga og horní.

Kántrítónlistin er enn vinsælasta tónlistin vestanhafs þó lítið af henni flæði út fyrir landsteinana. Nýjasta stjarnan er söngvaskáldið Oliver Anthony sem sló í gegn upp úr þurru með laginu Rich Men North of Richmond, sem sagt hefur verið mótmælasöngur heillar kynslóðar. En ekki er allt sem sýnist í kántríinu. Við rýnum í málið í fyrri hluta þáttarins og höldum svo áfram með annars konar tónlist í síðari hlutanum en við litum við í Plötumarkaði Óla, stærsta vínylsafni landsins og grúskuðum í safninu með eigandanum.

Frumflutt

30. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Úrval úr Tengivagni vikunnar.

Þættir

,