Tengivagninn

Intuition Intermission, Ástarsögufélagið, fólksfjöldi og Kunningjar

Við kíkjum á útskriftarsýningu í hollenskum listaháskóla, konunglegu listaakademíunni í Den Haag og forvitnumst um lokaverkefni Einars Viðars Guðmundssonar Thoroddsen, sem var klára nám þar í grafískri hönnun.

Við veltum líka fyrir okkur fólksfjölgun og grípum niður í bókmenntaþættinum Skorningar sem var á dagskrá Rásar 1 fyrir rúmum áratug.

Anna María Björnsdóttir ræðir við þær Berglindi Ernu Tryggvadóttur og Þórunni Rakel Gylfadóttur um Ástarsögufélagið - félag sem var stofnað til hefja ástarsögur til virðingar og vegar.

Í seinni hluta Tengivagnsins fáum við til okkur listhópinn Kunningja sem er skipaður þeim Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur og Arnari Geir Gústafssyni, þau eru nýkomin heim til Íslands frá Slóvakíu þar sem þau könnuðu mörkin á milli mennsku og bjórsku á listahátíðinni Into the Miracles.

Frumflutt

11. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Úrval úr Tengivagni vikunnar.

Þættir

,