Tengivagninn

Sorgin, Katla, Grindr og stílisti stjarnanna

Sorgin kemur við sögu í þætti dagsins, leikarinn Richard E. Grant hefur tjáð sig opinskátt um sorgina eftir fráfall eiginkonu hans Joan Washington. Tengivagninn fór á stúfana og ræddi við Karólínu Helgu Símonardóttur, fyrrum stjórnarformann Sorgarmiðstöðvarinnar um makamissi og Richard E. Grant.

Tónlist Högna Egilssonar úr Netflix-þáttaröðinni Kötlu frá árinu 2021 kemur út á morgun og blásið verður til útgáfuhófs í 12 tónum þar sem högni kemur fram með GDRN. Af því tilefni grípum við niður í spjall Guðna Tómassonar og Högna úr Víðsjá þegar þættirnir komu fyrst út.

Við höldum svo áfram blaða í tímariti Hinsegin daga og tökum Guðmund Jóhann Guðmundsson tali, ræðum skyndikynnaforritið Grindr, kynfrelsi og karlmennsku.

Eftir fréttir heyrum við svo í Eddu Guðmundsdóttur stílista stjarnanna í Hollywood en hún hefur unnið með stórum nöfnum á borð við Björk, Bebe Rexha, Mariuh Carey og Taylor Swift.

Frumflutt

10. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Úrval úr Tengivagni vikunnar.

Þættir

,