Tengivagninn

Bilað er best, Bossinn, LungA, Brynhildur Karls og Ragga Gísla

Á morgun kemur út platan Bilað er best með tvíeykinu Magnúsi Trygvasyni Eliassen og Tómas Jónssyni. Biluð hljóðfæri, suð og rispaðar plötur koma við sögu og við hittum Magnús í stuttri stund milli stríða.

Listahátíðin LungA á Seyðisfirði hófst í vikunni og stendur fram yfir helgina. Við hringjum austur og tökum stöðuna á stemningunni og því sem er fram undan.

Sérlegur útsendari Tengivagnsins spókar sig í sólinni í Skandinavíu um þessar mundir og sækir stórtónleika gamalla en merkilegra kalla. Við heyrum í Guðna Tómassyni útvarpsmanni.

Í síðari hluta þáttar heyrum við samtal tónlistarkvennanna Brynhildar Karlsdóttur og Ragnhildar Gísladóttur. Kvikindi mætir Grýlu í fyrirmyndarviðtali vikunnar.

Frumflutt

13. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Úrval úr Tengivagni vikunnar.

Þættir

,