Tengivagninn

Illska, samlíðan, Hermigervill og Þórir Baldursson

Til okkar komu þau Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og Marteinn Knaran Ómarsson meistaranemi í almennri bókmenntafræði. Umræðuefnið var ekki af smærri gerðinni, það er illskan sjálf. Bæði eiga þau greinar í nýútkomnu hefti Ritsins, tímarits hugvísindastofnunar en yfirskrift þess er illska og óhugnaður.

Samkennd og samlíðan komu mikið við sögu í spjalli okkar og því rifjum við upp viðtal við Öldu Björk Valdimarsdóttur um bjartar og myrkar hliðar samlíðaninnar.

Síðari hluti þáttarins er svo helgaður samtali tónlistarmannana Sveinbjörns Thorarensen eða Hermigervils og Þóris Baldurssonar en við fengum Sveinbjörn til þess velja fyrirmynd, einhvern áhrifavald sem hefur markað sín spor á ferli hans og hann valdi Þóri. Þeir voru hittast í fyrsta sinn af alvöru og þeir ætla rekja feril beggja, grúska í plötum bæði tíndum og ótíndum.

Frumflutt

6. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Úrval úr Tengivagni vikunnar.

Þættir

,