Tengivagninn

Vilhjálmur Hjálmarsson, Karlovy Vary, Myndlistin okkar og Sævar Karl

Við byrjum á heyra flakk Lísu Pálsdóttur og Vilhjálms Hjálmarssonar um Útvarpshúsið en Vilhjálmur, einn af þeim sem teiknaði húsið, féll frá á dögunum.

Við kíkjum líka á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Karlovy Vary í Tékklandi með Ásgeiri H. Ingólfssyni og lítum á sýninguna Myndlistin okkar á Kjarvalsstöðum en almenningur fékk velja verkin sem sett voru upp.

Í síðari hluta þáttar kemur svo Sævar Karl Ólason í heimsókn. Hann er flestum kunnur sem klæðskeri og tískufrömuður með meiru en Þegar Sævar var fimmtugur settist hann á skólabekk í Myndlistarskóla Reykjavíkurog síðar í Listaháskóla Íslands og þegar hann var sextugur seldu þau hjónin verlsuninaS;var Karl og fluttust til Münchenar. Þar hefur Sævar stundað meira nám í myndlist og vinnur alla daga myndlistinni, bæði í Reykjavík og München.

Sævar opnar sýningu á fimmtudag í Grafíksalnum og fer yfir þessa ástríðu sína fyrir myndlist og margt fleira í þættinum í dag.

Frumflutt

22. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Úrval úr Tengivagni vikunnar.

Þættir

,