Svipmynd

Svipmynd af tónlistarmanni / Edda Erlendsdóttir

Edda Erlendsdóttir fæddist á gamlársdag árið 1950 í Reykjavík og ólst upp í Laugarneshverfinu. Hún stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og fór í framhaldsnám í tónlistarháskólann í París og hefur verið búsett í borginni nánast allar götur síðan. Á ferli sínum hefur Edda komið víða við, hún hefur kennt og starfað við við Tónlistarháskólann í Lyon og Tónlistarskólann í Versölum, og einnig haldið fjölmarga tónleika og tekið þátt í tónlistarhátíðum í flestum löndum Evrópu, sem og spilað í Bandaríkjunum og í Kína.

Í efnisskrám sínum hefur Edda vakið töluverða athygli fyrir frumleika enda spanna þær allt frá klassískum tónverkum til ögrandi samtímatverka til argentískrar tangotónlistar. Hún hefur gefið út fjölda diska með píanóverkum eftir C.P.E. Bach, Grieg, Haydn, Liszt, Schubert, Tchaikovsky, Schönberg og Alban Berg og hafa hljóðritanirnar hlotið viðurkenningar og lof gagnrýnenda.

Edda hefur alla tíð tekið ríkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi og komið fram á hinum ýmsu tónleikum í gegnum tíðina, verið ötull flytjandi íslenskrar tónlistar og flutt verk sem íslensk tónskáld hafa samið sérstaklega fyrir hana en einnig stóð hún fyrir árlegum kammertónleikum á kirkjubæjarklaustri í fimmtán ár frá árinu 1991.

Frumflutt

21. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svipmynd

Svipmynd

Listamenn koma með tónlist í farteskinu og rifja upp sögur úr lífi sínu, segja frá verkum, áhrifavöldum og andagift. Dregin er upp svipmynd vikulega í menningarþættinum Víðsjá á Rás1.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,