Svipmynd

Svipmynd af rithöfundi / Gerður Kristný

Dregin er upp svipmynd af skáldi sem nýverið hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins, Gerði Kristnýju.

Gerður Kristný ólst upp í Háaleitishverfinu og stefndi á verða myndlistarmaður eða jafnvel barnaskólakennari þegar hún yrði stór. Barnaskólakennari sem gæfi út barnabækur. Því frá unga aldri hafði hún gaman því semja vísur og sögur. Gerður lærði frönsku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands og síðar nám í hagnýtri fjölmiðlun við sama skóla og árið 1994 gaf Gerður út sína fyrstu ljóðabók, Ísfrétt. Hún var ritstjóri Mannlífs í 6 ár og hlaut 2005 Blaðamannaverðlaun fyrir bókina Myndin af pabba - Saga Thelmu.

Gerður hefur starfað sem rithöfundur í fullu starfi frá 2004 og skrifar hún jöfnum höndum fyrir börn og fullorðna og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir.

Umsjón: Halla Harðardóttir.

Frumflutt

10. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svipmynd

Svipmynd

Listamenn koma með tónlist í farteskinu og rifja upp sögur úr lífi sínu, segja frá verkum, áhrifavöldum og andagift. Dregin er upp svipmynd vikulega í menningarþættinum Víðsjá á Rás1.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,