Árið er

Árið er 1999

Helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist eru til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.

Ágætis byrjun hjá Sigur Rós vekur áhuga tónlistaráhugamanna út um allan heim. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður til og Quarashi heillar ameríska bransakarla. Emilíana Torrini gerir plötu fyrir erlendan markað, Bellatrix og Coldplay túra saman um Bretlandseyjar en Selma Björnsdóttir er All Out Of Luck og lendir í öðru sæti í Eurovision. Hljómsveitn Maus fellur eyrum hlustenda, KK og Magnús eru kóngar í einn dag og Sálin hans Jóns míns snýr aftur, órafmögnuð. Ensími vinnur með Steve Albini, Gus Gus liðum fer fækkandi en Páll Óskar er Deep Inside og í djúpum skít fjárhagslega. Skítamórall rúntar á Rammsteinrútunni og Mínus rústar Músíktilraunum.

Meðal viðmælenda í tuttugasta þættinum, þar sem íslenska tónlistarárið 1999 er tekið fyrir, eru Emilíana Torrini, Birgir Örn Steinarsson, Elíza Newman, Haraldur Gíslason, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Selma Björnsdóttir, Hreimur Örn Heimisson, Friðþjófur Sigurðsson, Árni Matthíasson, Kristinn Sæmundsson, Guðmundur Jónsson, Stefán Hilmarsson, Hrafn Thoroddsen, Franz Gunnarsson, Arnþór Örlygsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Baldur Stefánsson, Sölvi Blöndal, Einar Ágúst Víðisson, Gunnar Ólason, Herbert Viðarsson, Björn Stefánsson og Þorkell Máni Pétursson.

Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum er á dagskrá á laugardögum á Rás 2 og þættirnir eru endurfluttir á sunnudagskvöldum.

Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.

Lagalisti:

Emilíana Torrini - To Be Free/Easy/Unemployed In Summertime

Maus - Strengir/Kerfisbundin þrá/Allt sem þú lest er lygi

Bellatrix - Jedi Wannabe

Silt - Tracing God

Stuðmenn - Komdu með

Selma Björnsdóttir - All Out Of Luck/Hit Girl

Geirfuglarnir - Byrjaðu í dag elska/Neiðarrúmba/Fílarðu mig?

Land og synir?Lending 407/Örmagna

Sigur Rós - Svefn-g-englar/Ný batterý/Viðrar vel til loftárasa

KK & Maggi Eiríks - Seinna Seinna/Kóngur einn dag

Sálin hans Jóns míns - Ég er kominn/Orginal/Okkar nótt

Tvíhöfði - Ég heiti Tvíhöfði

Bubbi - Það þarf myndana/Góðar stelpur fara til himna

Ensími - Böstaður í tollinum/Vínrauðvín

Páll Óskar - Deep Inside/Make Up Your Mind

Stjörnukisi - Flottur sófi

Gus Gus - Starlovers/Ladyshave/V.I.P.

Quarashi - Model Citizen/Tarfur/Stick?em Up

Jagúar - Theme for Miguel

Skítamórall - Fljúgum áfram/Einn með þér

Ellý Vilhjálms - Vegir liggja til allra átta

Mínus - Svínsköpun/Stark Art of Desire

SSSól - Þú ert ekkert betri en ég

Frumflutt

7. okt. 2023

Aðgengilegt til

31. okt. 2024
Árið er

Árið er

Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.

,