06:50
Morgunútvarpið
30. maí - Golfvellir, kjaramál og galdrabrennur
Morgunútvarpið

Í úttekt Heimildarinnar um bensínverð á dögunum kom fram að bensínlítrinn sé hvergi dýrari innan EES-svæðisins en á Íslandi og raunar sé bensínverð á Íslandi það þriðja hæsta í heiminum. Við ræddum ástæður þessa við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB, í upphafi þáttar.

Endurkoma einstaklinga inn á vinnumarkað eftir veikindi eða slys verður í brennidepli á 15 ára afmælisráðstefnu VIRK sem haldin verður miðvikudaginn. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK kom til okkar til að ræða ráðstefnuna, starfsemina og árangur á þessum tímamótum.

Um helgina skapaðist nokkur umræðu um byggingaland og golfvelli á samfélagsmiðlum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, benti á það á Facebook síðu sinni að golfvellir á höfuðborgarsvæðinu þeki 5,4 ferkílómetra af landi sem er nærri fimmfalt meira en það sem flugvöllurinn í Vatnsmýri þekur. Við ræddum þessar vangaveltur við Guðmund og spurðum hvort það sé æskilegt að breyta golfvöllum í byggingaland til að koma jafnvægi á húsnæðis- og leigumarkað.

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, var gestur okkar eftir átta fréttir. Margt var að ræða; verkföll BSRB, stýrivaxtahækkanir og laun ráðherra og annarra æðstu embættismanna sem hækka um rúm sex prósent fyrsta júlí.

Stjórnvöld í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hreinsuðu á dögunum tólf af sök sem dæmd voru til dauða fyrir galdra um miðja sautjándu öld. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttur, prófessor og forseti félagsvísindadeildar við Háskólann á Bifröst, hefur talað fyrir því að stjórnvöld ráðist í svipaðar aðgerðir og nú er ráðist í í Connecticut-ríki gagnvart þeim 23 Íslendingum sem hér voru brenndir á báli sem sannreyndir galdramenn á 17. öld. Við ræddum galdra í Bandaríkjunum og á Íslandi, og mögulegt uppgjör við þann tíma, við Ólínu.

Og Sævar Helgi Bragason kom til okkar í lok þáttar eins og annan hvern þriðjudag en hann ætlar meðal annars að ræða nýjar rannsóknir um hringa Satúrnusar.

JÚLÍ HEIÐAR & KRISTMUNDUR AXEL - Ég er.

THE THRILLS - Big Sur.

FLOTT - Mér er drull.

ROMY - Enjoy Your Life.

BAGGALÚTUR & BIRGITTA HAUKDAL - Partýleitarflokkurinn.

OASIS - Live Forever.

ARCADE FIRE - Everything Now.

Kiriyama Family - Weekends.

Er aðgengilegt til 29. maí 2024.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,