06:50
Morgunvaktin
Mikil þróun í MS-lyfjum
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Launamál þingmanna og æðstu ráðamanna þjóðarinnar voru meðal annars til umræðu í spjalli um efnahag og samfélag í dag við Þórð Snæ Júlíusson í dag, en þau fá ágæta launahækkun í júlí.

Þýski jafnaðarmannaflokkurinn SPD fagnar 160 ára afmæli um þessar mundir en flokkurinn er einn elsti starfandi stjórnmálaflokkur heims. Á ýmsu hefur gengið í langri sögu flokksins, hann fer með stjórn Þýskalands í dag en mælist ekki vel í könnunum. Arthúr Björgin Bollason fjallaði um flokkinn í Berlínarspjalli dagsins. Hann sagði líka frá svonefndum ásteytingarsteinum, minnisvörðum um fórnarlömb nasismans, og tíðindi úr þýska fótboltanum.

Í dag er alþjóðlegur dagur MS-sjúkdómsins. Hjördís Ýr Skúladóttir, formaður MS-félagsins á Íslandi, var gestur Morgunvaktarinnar að því tilefni. Hún sagði frá sjúkdómnum og þeirri þróun sem orðið hefur í meðferð hans á síðustu árum, og starfi MS-félagsins. Einkenni sjúkdómsins geta verið mjög ólík hjá sjúklingum og mis alvarleg, en lyf koma að miklu leyti í veg fyrir MS-köst.

Tónlist:

Enfin le printemps - Edit Piaf

Mr. Bojangles - Jerry Jeff Walker

Mr. Bojangles - Nina Simone

Kletturinn - Mugison

Umsjón:

Vera Illugadóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,