19:23
PartyZone - Undir diskókúlunni
Partyzone - 17.september
PartyZone - Undir diskókúlunni

Það eiga allir einhverjar góðar og jafnvel trylltar minningar af dansgólfinu þar sem diskókúlan snýst. Við spilum dansmelli áratuganna og kyndum upp í minningum hlustenda. Við rifjum upp skemmtistaði, ákveðin ár eða gullaldartímabil þar sem dansgólfin voru troðfull af gleði og látum.

Þátturinn geymir dagskrárliði eins og Diskóþrennuna, Dansárið er, Skemmtistað fortíðar og íslenska lagið. Gestur þáttarins fær nafnbótina Veislustjórinn og rifjar upp trylling á dansgólfinu og velur nokkur lög. Að lokum er kokteill kvöldsins hristur fyrir hlustendur, nokkurra laga syrpa með lögum úr ýmsum áttum.

Umsjón: Kristján Helgi Stefánsson og Helgi Már Bjarnason

Diskókúlan snýst í Efstaleitinu á laugardagskvöldum þar sem við kyndum uppí minningum hlustenda af dansgólfinu.

Þátturinn hefst að vanda með diskóþrennunni og síðan förum við út í frímínutur þar sem við spilum dansslagara úr öllum tímabeltum diskókúlunnar.

Við förum síðan aftur í tímann og heimsækjum aldamótaárið 2000 og svo förum við á skemmtistaðinn Hollywood í ca ágúst 1980.

Gestur þáttarins, þ.e. veislustjóri kvöldsins, er plötusnúðurinn Daddi Diskó sem hefur spilað og skemmt fólki í meira en fjóra áratugi og hefur án efa sögur að segja.

Þvínæst fikrum við okkur að barnum og hristum "Kokteil kvöldsins", sem er syrpa með slögurum sem eiga það sameiginlegt að hafa fyllt dansgólf.

Við endum þáttin að vanda á einu íslensku og einu glænýju úr þættinum PartyZone.

Var aðgengilegt til 17. september 2023.
Lengd: 1 klst. 30 mín.
,