15:00
Flakk
Flakk um nýtt torg á Hlemmi
Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Fjallað verður um nýtt torg á Hlemmi. Þegar húsið var tekið í notkun undir nafninu Áningarstaðurinn Hlemmi árið 1978 var þar blómaverslun, blaða- og ritfangaverslun, snyrtivöruverslun, skartgripaverslun, leikfangaverslun, ísbúð og sjoppa. Húsið átti að vera gróðursælt og stór svæði fóru undir lifandi plöntur í beðum, mikil dagsbirta lék um húsið og gluggarnir stóru sem mynda útveggi hússins tengdu starfsemina inni við lífið á götunum í kring. Því er ekki að neita að Hlemmur drabbaðist niður, en sú ákvörðun að breyta því í mathöll sló í gegn, en Hlemmur hélt einnig áfram að vera biðskýli fyrir fólk sem ferðast með strætó. Samkeppni um Hlemmtorg var haldin fyrir nokkrum árum, við höfum svo sem fjallað um það hér á Flakkinu en með tilkomu Borgarlínu verður þetta mikil breyting, bæði fyrir gesti og gangandi, íbúa og einkabíla. Við ræðum við Pawel Bartoszek varaformann umhverfis- og skipulagsráðs og Hrafnkel Á Proppé sem gegnir forstöðu verkefnis um Borgarlínu. En hönnuður hins nýja Hlemmtorgs er Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt hjá DLD, í samvinnu við sænsku arkitektastofuna Manda Works og er Martin Arfalk er aðalhönnuðurinn. Umsjón: Lísa Pálsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,