16:05
Orð um bækur
Orð um skáldskap við unga skáldkonu og barnabækur um sögur og náttúru
Orð um bækur

Orðanna origami á Rás 1. Hugað að öllu mögulegu á sviði bókmenntanna.

Í þættinu Orð um bækur er rætt við Maríu Elísabetu Bragadóttur um skáldskap, skáldskaparaðferðir, hvað það er mikilvægt að eiga ritvin og fleira.

María Elísabet hefur á tæplega tveimur árum sent frá sér tvær bækur, Herbergi í öðrum heimi og Sápufuglinn, smásagnasafn annars vegar og þrjár smásögur hins vegar.

Þá er í þættinum sagt frá bókunum tveimur sem Danir tilnefna til Barna - og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta eru hvort tveggja myndabækur, annars vegar O PO Poi eftir Jan Oksböl Callesen, sem fjallar um að segja sögu og hlusta á sögu og hins vegar Den om Rufus eftir Herman Ditte, Thorbjörn Petersen og Mårdön Smet, sem segir frá refnum Rufusi og ferðalögum hans á milli borgar og villtrar náttúru.

Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir

Lesari: Gunnar Hansson

Var aðgengilegt til 17. september 2023.
Lengd: 45 mín.
e
Endurflutt.
,