12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 13. desember 2021
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Tæplega þrjátíu omíkron-smit eru staðfest á Íslandi. Þreföld bólusetning hefur sannað sig gegn alvarlegum veikindum segir sóttvarnalæknir. Örvunarbólusetning virðist tíu sinnum öflugri gegn delta-afbrigðinu en seinni bólusetningin.

Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala hvetur nýjan heilbrigðisráðherra til að leysa úr vanda deildarinnar. Í 28 af 36 rúmum á deildinni liggur fólk sem hefur lokið meðferð en kemst ekki á aðrar deildir vegna skorts á starfsfólki.

Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra málefna útlendinga og innflytjenda í Danmörku var í dag sakfelld fyrir embættisbrot í Landsdómi. Hún þarf að sitja sextíu daga í fangelsi.

Tveggja Dana er saknað eftir árekstur flutningaskips og dýpkunarpramma á Eystrasalti í nótt. Prammanum hvolfdi við áreksturinn.

Formaður bæjarráðs Akureyrar segir ríkið ekki hafa svarað ítrekuðum óskum bæjarins um að ríkið kaupi fasteignir hjúkrunarheimila í bænum. Heilsuvernd ehf. hefur boðið þrjá milljarða í eignirnar.

Skattstofn sveitarfélaga er ein stærsta skekkjan á íslenskum vinnumarkaði og hamlar kjarasamningagerð segir formaður BHM.

Dóra Ólafsdóttir hefur frá og með deginum í dag náð hærri aldri en nokkur annar hefur náð hér á landi. Hún er orðin 109 ára og 160 daga gömul.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,