16:05
Víðsjá
Stella Bankastræti, GES-2 listamiðstöðin í Moskvu
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Við erum áfram með við hugann við Moskvu þar sem í upphafi mánaðarins var opnuð sýning á verkum Ragnars Kjartanssonar og fleiri íslenskra og erlendra listamanna í glænýrri menningarmiðstöð sem heitir GES-2 og er gamal orkuver frá keisaratímanum fyrir rússnesku byltinguna. Við segjum nánar frá verkefninu, velgjörðarmanninum á bak við það og arkitektúrnum, ræðum við Ásmund Hrafn Sturluson arkitekt hjá arkitekta stofunni Kurt og pí en hann gekk um þessa miklu sali við opnun hússins.

Laugarvegur kallast bók sem nýverið kom út. Höfundarnir eru þau Guðni Vilberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur, en það er Angústúra sem gefur út.

Þetta er saga um arkitektúr, skipulagsmál og verslun, en stór hluti bókarinnar snýr að fólkinu sem flutti til bæjarins um aldamótin 1900, og húsunum sem það byggði.

Eitt þessara húsa er Bankastræti nr3, en Bankastræti er auðvitað órjúfanlegt frá Laugaveginum, og göturnar tvær eru teknar fyrir sem ein heild í bókinni.

Bankastræti 3, er eina steinhoggna íbúðarhúsið við götuna, þetta er auðvitað Stelluhúsið, en þar hefur sama fjölskylda stundað rekstur og búið nánast allar götur síðan. Við lítum inn í Stellu hér á eftir og heyrum í Eddu Hauksdóttur, sem aldeilis man tímana tvenna þegar kemur að lífinu við Laugaveg.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,