06:50
Morgunvaktin
Réttritun, Bretland og fjárlög
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, ritstjóri Stafsetningarorðabókarinnar og Málfarsbankans, er vel að sér í stafsetningarreglum og öllu sem snýr að málfari. Íslensk réttritun er nýtt rit sem hann hefur ritað og er vistað á vef Árnastofnunar, rettritun.arnastofnun.is. Grunnur þess er ritreglur Íslenskrar málnefndar sem eru opinberar réttritunarreglur hér á landi.

Sigrún Davíðsdóttir fór í Lundúnaspjalli yfir helstu málin í breskum stjórnmálum og erfiða stöðu forsætisráðherrans, Borisar Johnson. Mál Julian Assange, stofnanda Wikileaks bar einnig á góma sem og breskar jólahefðir.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur í nægu að snúast þessa daganan en nefndarmenn sitja nú við og fara yfir þær umsagnir sem bárust vegna fjárlagafrumvarps næsta árs. Hún á von á því að fjárlagafrumvarpið verði samþykkt fljótlega eftir jól og að Alþingi þurfi ekki að nýta sér möguleikann á að sækja um frest fram á nýtt ár til að afgreiða það.

Tónlist:

I?m a live ? Norah Jones

Hátíðarskap - Þú og ég.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,