12:03
Hádegið
Hvirfilbyljir í Kentucky og áhrif loftslagsbreytinga á náttúruhamfarir
Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

Við byrjum á náttúruhamförunum í Bandaríkjanum. Óttast var að vel yfir hundrað manns hafi látist í Kentucky-ríki þegar kröftugir hvirfilbyljir riðu yfir nokkra bæi í ríkinu aðfaranótt laugardags, en nú er talið að sú tala sé ekki svo há. Þetta er eitt versta óveður í manna minnum. Bandaríkjaforseti hefur heitið ríkisstjórn Kentucky allri þeirri aðstoð sem stjórnvöld geta veitt við leit að fólki og við uppbyggingu í þeim bæjum sem urðu verst úti. Þá ýjaði hann að því, sem fyrr segir - að hvirfilbyljirnir væru afleiðingar loftslagsbreytinga.

En hafa loftslagsbreytingar áhrif á náttúruhamfararir? Eða, gerir hlýnun jarðar það að verkum að ákveðnar tegundir náttúruhamfara, eins og til dæmis hvirfilbylir, eru að verða algengari? Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur situr fyrir svörum í síðari hluta þáttarins.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Var aðgengilegt til 13. desember 2022.
Lengd: 58 mín.
,