16:05
Síðdegisútvarpið
13.des
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Eins og kom fram í umfjöllun Stundarinnar fyrir helgi má finna ljóta slóð af óendurunnu plasti úr ruslatunnum Íslendinga, mælt í hundruðum, ef ekki þúsundum tonna í niðurníddu vöruhúsi í smábænum Påryd í Suður-Svíþjóð. Ruslaslóðina má rekja til viðskipta íslenskra endurvinnsluaðila við endurvinnslufyrirtækið Swerek sem kom í ljós að væri mun færara í svindli en eiginlegri endurvinnslu. Við ræðum í dag við Jón Viggó Gunnarsson forstjóra Sorpu um þetta, endurvinnslustöðinni Gæju og sitthvað fleira.

Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur staðið í ströngu í Rússlandi undanfarnar vikur þar sem hann endurskapaði sápuóperuna Santa Barbara, í samstarfi við Ásu Helgu Hjörleifsdóttur leikstjóra. Þetta er vissulega stórfurðuegt og undarlegt í meira lagi eins og vill oft verða þegar Ragnar tekur sér eitthvað fyrir hendur. Guðni Tómasson og Gaukur Úlfarsson létu tækifærið að gera heimilfdarmynd um ferlið ekki úr greipum sér renna og voru með í för til Rússlands. Þeir eru nýkomnir heim og ætla að lýsa því fyrir okkur hvað var í gangi þarna úti.

Fáar starfsstéttir vinna jafn mikið fyrir jólaösinni og stétt öryggisvarða. Meiri gæslu þarf í verslunarmiðstöðvar og á viðburði og svo eru ansi margir landsmenn sem bregða sér út fyrir landssteinanna yfir hátíðarnar og þá þarf einhver að hafa augu með húsum viðkomandi. Sá hængur er þó á að illa hefur gengið fá nýtt fólk í stéttina. Hrafn Ágúst Björnsson öryggisvörður í Kringlunni og Guðrún Inga Guðlaugsdóttir Mannauðsstjóri Securitas koma til okkar á eftir.

Undanfarna áratugi hefur aðventan verið önnum kafin hjá Bubba Morthens. Aðventan í ár er engin undantekning nema það er öllu meira að gera hjá Bubba en venjulega. Ekki nóg með að hann sé með Þorláksmessutónleika röðina sína, þá er hann líka nokkrum sinnum í viku í Borgarleikhúsini að taka lagið í Níu líf og svo klikkar hann ekki á að spila fyrir fanga Litla hrauns á aðfangadag. Bubbi er væntanlegur í þáttinn.

En við byrjum á tilnefningum fyrir valið á manni ársins -

Var aðgengilegt til 13. desember 2022.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,