22:10
Samfélagið
Netöryggi ógnað, kolefnismarkaðir, málfar og menningarhlutverk sunds
Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisisn Syndis: Alvarlegur veikleiki hefur komið upp í tölvukóða sem getur orðið til þess að skemmdarvargar komist í stýrikerfi fyrirtækja. Varað var við þessu í öllum fréttatímum í gær. Hafið er kapphlaup milli hugbúnaðarsérfræðinga og tölvuþrjóta og er spurning hvort hægt sé að gera við villuna áður en tölvuþrjótar ná að skemma mikið.

Guðmundur Sigbergsson, framkvæmdastjóri Loftslagsskrár Íslands og Gunnar S. Magnússon meðeigandi og sviðsstjóri sjálfbærni hjá EY ehf: Kolefnismarkaðir, hvað eru þeir, hvernig virka þeir og hvaða tækifæri felast í þeim fyrir Ísland

Málfarsmínúta

Elín Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur: Heitir pottar og sundlaugar hafa gengt stóru hlutverki í íslenskri menningu frá upphafi byggðar, stærra hlutverki en ætla mætti því þær hafa oft verið samkomuhúss hreppanna. Fornleifastofnun Íslands er að rannsaka sundlaugar á Íslandi bæði fornar og nýjar og svo virðist sem fyrstu íbúar landsins hafi áttað sig fljótt á því hve gott það er að liggja í heitum potti.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,