16:05
Síðdegisútvarpið
16.júní
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Netflix hefur birt stiklu úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni, sem framleidd er fyrir streymisveituna. Þessir tilfinningaþrungnu og dularfullu vísindaskáldsöguþættir eru úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks og verða teknir til sýninga um allan heim á morgun 17. júní. Við fáum til okkar tvo leikara úr seríunni þau Guðrún Gísladóttur og Harald Ara Stefánsson

Mikil uppbygging er að hefjast á skíðasvæðum höfuðborgarbúa í Bláfjöllum og Skálafelli og nýlega voru útboð samþykkt um kaup á fyrstu stólalyftunni - Einar Bjarnason rekstarstjóri í Bláfjöllum segir okkur meira af þessari langþráðu framkvæmd.

Hljóbókin Jökull ? epísk ástarsaga eftir metsöluhöfundinn Camillu Läckberg og hinn rómaða leikara Alexander Karim kemur út á hljóðbók 15. júní í frábærum flutningi Halldóru

Geirharðsdóttur og Hjartar Jóhanns Jónssonar. Sagan var skrifuð sérstaklega fyrir Storytel Original við ræðum við Hjört Jóhann Jónsson annan lesara sögunnar

Og svo er það Jazzklúbburinn Múlinn sem minnist í kvöld tónlistar Jóns Múla Árnasonar þessa litríka persónuleika og kyndilbera jazzins með hátíðartónleikum í Kaldalónssal Hörpu.

Óskar Guðjónsson saxafónleikari leit við í útvarpshúsinu fyrr í dag og spjallaði við okkur um tónlistina og lífið.

En við byrjum á göngugarpinum Karli Marinóssyni sem er að leggja af stað í sína sextugustu ferð á Úlfarsfell í dag í tilefni af eigin sextugsafmæli Karl er á línunni ....

Var aðgengilegt til 16. júní 2022.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,