12:03
Hádegið
Faðir stærstu fjölskyldunnar látinn og réttarhöld Aung San Suu Kyi
Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

Ziona Chana, 76 ára leiðtogi kristins sértrúarsöfnuðar á Indlandi og faðir stærstu fjölskyldu í heimi, er látinn. Hann lætur eftir sig 89 börn, 36 barnabörn og 38 eiginkonur. Öll búa þau saman í fjögurra hæða, hundrað herbergja, bleiku stórhýsi í litlu þorpi á Indlandi - húsi sem ferðamenn keppast um að líta augum. Óvíst er hver tekur við söfnuðinum að svo stöddu, en elsti sonur leiðtogans, hinn sextugi Para þykir líklegur. Ekki liggur fyrir hvenær útför leiðtogans fer fram þar sem safnaðarmeðlimir eru ekki vissir um fráfall hans, þrátt fyrir úrskurð heilbrigðisyfirvalda þar um. Þeir segjast enn finna púls á Chana og segja hann hlýjan viðkomu. Á meðan þau telji hann enn með lífsmarki verði ekki haldin jarðarför.

Rúmum fjórum mánuðum frá því herinn rændi völdum í Mjanmar hefur frelsishetjan Aung San Suu Kyi verið leidd fyrir herrétt, en þessi friðarverðlaunahafi Nóbels er leiðtogi NLD-flokksins, flokksins sem vann stórsigur í þingkosningum í landinu í nóvember. Hún er ákærð fyrir eitt og annað, allt frá því að eiga talstöðvar og hafa brotið sóttvarnarreglur, yfir í spillingu og fyrir að hafa hvatt til uppreisnar. Verði hún fundin sek gæti hún setið á bak við lás og slá það sem eftir er. Mannréttindasamtök víða um heim hafa fordæmt réttarhöldin, og við fjöllum um þessi réttarhöld og stöðuna í Mjanmar í síðari hluta þáttarins.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Var aðgengilegt til 16. júní 2022.
Lengd: 58 mín.
,