12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 16. júní
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Joe Biden og Vladimír Pútin sitja á fundi í Genf í Sviss. Þeir töluðust lítið sem ekkert við þegar þeir mættust úti fyrir fundarstaðnum enda sammála um að samband ríkjanna sé verra nú en síðustu áratugi.

Útboð á 35 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka gekk geysilega vel, segir stjórnarformaður Bankasýslunnar. 24 þúsund manns verða hluthafar í bankanum þegar hann verður skráður á markað.

Fjármálaráðherra segir að tækifærum væri kastað á glæ með því að afneita þeim kostum sem geta falist í fjölbreyttu rekstrarfyrirkomulagi í heilbrigðiskerfinu, þar með talið auknum einkarekstri.

Ný flugstöðvarbygging á Akureyrarflugvelli verður mikil lyftistöng við markaðssetningu á erlendum mörkuðum. Faraldurinn hefur þó enn mikil áhrif hjá viðskiptavinum erlendis.

Fyrstu göngugarpar sumarsins eru að búa sig í Laugavegsgöngu þrátt fyrir talsverðar fannir, sérstaklega í Hrafntinnuskeri.

Valur hefur yfirhöndina gegn Haukum í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Valsmenn unnu í gærkvöldi fyrri leik liðanna í úrslitaeinvíginu með þremur mörkum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,