06:50
Morgunvaktin
Alþjóðamál, fljúgandi furðuhlutir og ný flugstöðvarbygging á Akureyri
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Alþjóðasamvinna stendur á krossgötum og í Norræna húsinu í dag verður stefnt saman fólki úr öllum áttum til að ræða hvaða stefnu Ísland á að taka. Við ræddum við Piu Hansson, forstöðumann Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands, um ráðstefnuna og alþjóðamálin.

Í Þýskalandi er kosningabarátta komin á fullt, en þar verður kosið til þings í september rétt eins og á Íslandi. Umdeildar auglýsingar eru farnar að birtast, meðal annars ein sem er talin fela í sér árás á gyðinga, sem hefur vakið fólk til umhugsunar um það hversu langt má ganga í auglýsingum. Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur frá því helsta í þýskum stjórnmálum.

Við tengjum kannski flestöll fljúgandi furðuhluti við geimverukvikmyndir og samsæriskenningar. En fljúgandi furðuhlutir eru nú mál málanna í þingsölum Washington, þar sem beðið er skýrslu bandarískra leyniþjónustustofnana um óútskýrð fyrirbæri á flugi í lofthelgi Bandaríkjanna. Já, hvað vita bandarísk yfirvöld í raun um fljúgandi furðuhluti? Skýrslunnar er beðið í ofvæni - en svörin gætu orðið loðin. Við fjölluðum um þetta mál.

Í gær var tekin fyrsta skóflustunga að 1.100 fermetra viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli. Þetta er langþráður áfangi fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi, en ný og stærri flugstöð er talinn afar stór þáttur í eflingu millilandaflugs um Akureyri. Hjalti Páll Þórarinsson, starfsmaður Markaðsstofu Norðurlands ræddi við Ágúst Ólafsson fréttamann um framtíðina og hvað það þýðir að fá nýja flugstöð.

Tónlist:

Sól rís - Bubbi Morthens

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,