19:23
Fuzz
T. Rex - Electric Worrior
Fuzz

Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft að tala og syngja og maður á að hlusta hátt.

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Electric Warrior með hljómsveit Marc?s Bolan - T-Rex sem var á toppnum á breska listanum í þessari viku árið 1971. Platan kom út 24. September sama ár.

Electric Worrior er sjötta plata T. Rex, en fyrsta platan kom út undir nafninu Tyrannosaurus Rex árið 1968 og það gerðu þrjár næstu plötur líka. Á plötunni á undan Electric Worrior var nafninu breytt í T.Rex.

Tónlistarlega er Electric Worrior aðeins frábrugðin plötunum á undan, minna folk-popp og meira rokk. Rokk T.Rex var kallað Glam-rokk.

Electric Worrior hefur að geyma eina lag Marc Bolan sem varð vinsælt í Bandaríkjunum, en það er lagið Get it on sem var kallað Bang a gong (get it on) í Ameríkunni. Það náði inn á topp 10 í Ameríku.

Og Electric Worrior var mest selda platan í Bretlandi árið 1971 og í dag er talað um hana sem eina merkustu plötu Glam-rokksins.

Árið 1987 þegar tímaritið Rolling Stone setti saman lista yfir 100 bestu plötur undanfarinna 20 ára lenti Electric Worrior í sæti 100. 2003 gerði Rolling Stone lista yfir 500 bestu plötur sögunnar og þá lenti hún í sæti 160 og hún var enn í sama sæti þegar Rolling Stone uppfærði listann árið 2012.

2004 setti Pitchfork saman lista yfir bestu plötur áttunda áratugarins og þá lenti Electric Worrior í 20. sæti.

Var aðgengilegt til 18. mars 2021.
Lengd: 2 klst. 35 mín.
,