12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 18. desember 2020
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Tvær aurskriður féllu á Seyðisfjörð í nótt. Önnur hreif með sér mannlaust hús og bar það fimmtíu metra leið. Rýmingarsvæðið hefur verið stækkað og fleiri hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Tíu dvöldu í fjöldahjálparstöð í nótt. Seyðfirðingar eru hvattir til að halda sig inni við í dag.

Tólf greindust með kórónuveirusmit í gær, þar af fjórir sem ekki voru í sóttkví. Thor Aspelund, einn þeirra sem sér um spálíkan Háskólans um þróun faraldursins, óttast að ný bylgja blossi upp á næstu vikum, eða jafnvel dögum.

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra furða sig á yfirlýsingum lyfjaframleiðandans Pfizer um að nægt bóluefni sé til við COVID-19 og engin hætta á töfum. Hráefnisskorti hefur verið kennt um að Ísland fái færri skammta af bóluefni um áramót en um var samið.

Heilbrigðisráðherra flytur nú munnlega skýrslu á Alþingi um horfur um afhendingu bóluefnis og síðan verður umræða um hana.

Meiri svartsýni ríkir nú á að samningar takist milli Breta og Evrópusambandsins um viðskiptasamning, áður en Bretar hverfa af innri markaði og úr tollabandalagi við ESB um áramótin.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,