06:50
Morgunútvarpið
18. des - Íslandsdætur, Tenerife, jólaverslun, Covid veikindi og píla
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Nína Björk Jónsdóttir, rithöfundur, var á línunni hjá okkur og sagði okkur frá nýrri bók sem heitir Íslandsdætur en það er barnabók sem segir sögu rúmlega 40 kvenna sem hafa skarað fram úr allt frá upphafi íslandsbyggðar til dagsins í dag.

Fyrir aðeins nokkrum vikum voru Kanaríeyjar og þar með Tenerife undanskildar ströngum sóttvarnarreglum Spánar. Og voru ríflega 200 íslendingar á leið þangað í sólina yfir jólin. En skjótt skipast veður í lofti á tímum Covid-19. Nú er verið að herða þar aðgerðir svo um munar. Við heyrðum í Herdísi Hrönn Árnadóttur sem rekur Nostalgíu, íslenska barinn á Tenerife, en undirbúningur fyrir jólin er á fullu fyrir þá íslendinga sem eru þar og voru á leiðinni.

Það er stutt í jólin og við heyrðum í Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra samtaka verslunar og þjónustu, um hvernig jólaverslunin hefur gengið og hvort menn eigi von á einhverjum vandkvæðum vegna takmarkana síðustu daga fyrir jól.

Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, fékk Covid-19 fyrir skemmstu og lýsti því fyrir fólki á Instagram hvernig sjúkdómurinn fór með hana. Ásdís er ung og heilbrigð eins og við vitum, í toppformi, en hún varð samt mjög veik og mun þurfa góðan tíma til að jafna sig enda þurfti hún að leggjast inn á sjúkrahús. Henni finnst margir ekki gera sér grein fyrir því hversu alvarleg veikindi þetta geta verið og sagði okkur frá þessu öllu í þættinum.

Nú stendur yfir heimsmeistaramótið í pílukasti í Lundúnum þrátt fyrir heimsfaraldur. Mótið er þekkt fyrir að vera líflegt. Þessi vinsæla íþrótt hefur alltaf haft fjölda iðkenda á Íslandi, hvort sem það er á keppnigrundvelli eða á kaffistofum úti í bæ. Páll Sævar Guðjónsson er sérfræðingurinn sem lýsir pílukastinu í beinni á Stöð2sport. Hann leit til okkar í lok þáttar.

Tónlist:

Bubbi Morthens - Gleðileg jól

Gunnar Óla og Einar Ágúst - Handa þér

Eagles - Please come home for christmas

Björgvin Halldórsson og Ruth Reginalds - Þú komst með jólin til mín

Stevie Wonder - Someday at christmas

Á móti sól - Þegar jólin koma (2016)

Taylor Swift - Willow

Baggalútur - Það koma samt jól

Mariah Carey - Christmas (Baby please come home)

Var aðgengilegt til 18. desember 2021.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,